Fyrirtækið
Jón Bergsson ehf. er eitt elsta fyrirtæki landsins og á sér langa og merka sögu sem nær allt aftur til ársins 1927. Upphaf rekstursins má rekja til samvinnu Jóns Bergssonar og þýska kaupmannsins Obenhaut, sem starfrækti verslun með skó, fatnað og búsáhöld hér á landi. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst, fór Obenhaut til Danmerkur og fól Jóni að halda áfram rekstrinum. Að stríðinu loknu kom í ljós að Obenhaut hafði látist, og Jón gerði heiðarlega upp við aðstandendur hans áður en hann hélt áfram rekstrinum í eigin nafni.
Fljótlega opnaði Jón skóverslunina Skóinn við hornið á Skólavörðustíg og Bankastræti, sem vakti mikla athygli. Þar var meðal annars lögð áhersla á gúmmístígvél, sem voru bylting fyrir íslenskan landbúnað og sjávarútveg og eru enn í dag stór hluti af vöruúrvali okkar.
Í dag sérhæfir Jón Bergsson ehf. sig í öflugum og öruggum skóbúnaði fyrir sjávarútveg, fiskvinnslu, landbúnað og aðrar atvinnugreinar þar sem þægindi og öryggi skiptir sköpum. Vörur okkar eru vandlega valdar með þarfir Íslenskra aðstæðna í huga.
Fyrirtækið er áfram í eigu fjölskyldunnar og er rekið af Örni Jónssyni, syni Jóns, ásamt næstu kynslóð. Þar starfa m.a. sonur hans, sonarsonur og sonardóttir. Við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu sem byggir á áratuga reynslu.
Caption
Row
Pair text with an image to focus on your chosen product, collection, or blog post. Add details on availability, style, or even provide a review.
Caption
Row
Pair text with an image to focus on your chosen product, collection, or blog post. Add details on availability, style, or even provide a review.
Caption
Row
Pair text with an image to focus on your chosen product, collection, or blog post. Add details on availability, style, or even provide a review.
Image with text
Pair text with an image to focus on your chosen product, collection, or blog post. Add details on availability, style, or even provide a review.